Canada Goose Sagan

Canada Goose varð til í lítilli vörugeymslu í Toronto fyrir næstum sextíu árum. Síðan hefur fyrirtækið vaxið og dafnað. Í dag er það leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á hágæða klæðnaði.

Sjötti áratugurinn

Sam Tick flytur til Kanada og ber með sér sterkan frumkvöðlaanda. Árið 1957 stofnar hann Metro Sportswear Ltd. í Toronto, sem sérhæfir sig í ullarvestum, regnkápum og snjógöllum.

Áttundi áratugurinn

David Reiss, tengdasonur Sam Tick, gengur til liðs við fyrirtækið og hefur nýtt tímabil fyrir Metro Sportswear, með uppfinningu nýrrar vélar sem umbyltir framleiðsluferlinu. David setur einnig á fót vörumerkið Snow Goose, sem seinna verður Canada Goose.

Níundi áratugurinn

The Expedition Parka verður til. Hún er innblásin af einum kaldasta stað heims, þróuð til að mæta einstæðum þörfum vísindamanna McMurdo-stöðvarinnar á Suðurskautslandinu. Hún verður geysivinsæl og hlýtur viðurnefnið „Stóra-Rauð“.

1982

Árið 1982 komst Laurie Skreslet í sögubækurnar þegar hann komst á topp Everestfjalls, fyrstur Kanadamanna. Hann var í klæðskerasniðinni úlpu, sem Metro Sportswear bæði hannaði og framleiddi. Árið 2011 kom þessi sögufræga flík aftur á markaðinn, undir nafninu Skreslet Parka.

Tíundi áratugurinn

Dani Reiss, sonur David Reiss og barnabarn Sam Tick, gengur til liðs við fyrirtækið árið 1997 og tekur við stjórnartaumunum árið 2001. Hann örvar vöxt fyrirtækisins og heitir því að viðhalda stefnunni „framleitt í Kanada“.

Fyrsti áratugur nýrrar aldar

Til að auka hróður ævintýramennsku á norðurslóðum hefur Canada Goose samstarf við hundasleðamanninn Lance Mackey. Hann vinnur Iditarod-kapphlaupið og Yukon Quest-kapphlaupið fjórum sinnum hvort og slær nokkur tilkomumikil heimsmet á leiðinni.

2004

Canada Goose, sem hefur lengi verið (ó)opinber yfirhöfn kvikmyndagerðarfólks á köldum svæðum, þreytir frumraun sína á bíótjaldinu í tveimur stórum kvikmyndum: The Day After Tomorrow og National Treasure.

2007

Tveir þriðju hlutar allra ísbjarna heims eiga heimkynni í Kanada. Af því tilefni hefja Canada Goose og Polar Bears International (PBI) samstarf og hleypa PBI Collection af stokkunum. Ákveðinn hluti af hverri sölu rennur til PBI til stuðnings verndunar heimkynna ísbjarna.

2007

Til að fagna 50 ára afmæli fyrirtækisins gefur Canada Goose út fyrstu Goose People-bókina. Í henni eru fimmtíu manneskjur kynntar til sögunnar, sem allar búa yfir eiginleikum sem falla vel að gildum fyrirtækisins og eru öðrum innblástur vegna ævintýralegs lífsstíls.

2009

Ray Zahab, einn þeirra sem fjallað var um í Goose People-bókinni, kemst í Heimsmetabók Guinness vegna göngu sinnar á Suðurpólinn. Hann lýkur förinni fótgangandi, án þess að nota skíði, á 33 dögum, 23 tímum og 55 mínútum – betri tíma en nokkur annar hefur áður náð.

2009

Tvær Canada Goose-miðstöðvar settar á fót á kanadísku Norðurslóðunum. Stöðvarnar útvega Inúítum, sem handgera jakka og annan klæðnað fyrir fjölskyldur sínar og samfélag, ókeypis efni, tölur, rennilása og annan efnivið.

Annar áratugur nýrrar aldar

Canada Goose kaupir verksmiðju í Winnipeg til að mæta aukinni eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins og undirstrikar þannig þau fyrirheit að framleiða allar vörur í Kanada.  

2011

Canada Goose heldur áfram nýsköpun og kynnir til sögunnar léttari vörur sem henta fjölbreyttu loftslagi og áreynslumiklum athöfnum. Þar á meðal er HyBridge® Lite-jakkinn, sem öðlast nafnbótina „Best Backcountry Jacket“ hinna virtu Gear of the Year-verðlauna sem tímaritið Outside veitir.  

2014

Canada Goose opnar formlega alþjóðlegar höfuðstöðvar sínar í Toronto og eykur þannig framleiðslugetu sína til muna. Ríkisstjórn Kanada staðfestir að fyrirtækið veiti 6% þeirra, sem starfa við klæðskurð og saumaskap í Kanada, atvinnu.   

2015

Til að fagna langvarandi sambandi okkar við kvikmyndageirann hefur Canada Goose samstarf við kvikmyndaleikstjórann og Óskarsverðlaunahafann Paul Haggis og framleiðir Out There, stuttmynd sem fangar ótrúlegar en sannar sögur fólksins sem fjallað er um í bókinni Goose People.

 

Dúnn | Loðfeldur | Varmavísir