Canada Goose Loðfeldur

Hvers vegna veljum við loðfeld?


Hjá Canada Goose skiptir notagildið öllu máli. Yfirhafnir okkar eru gerðar fyrir köldustu staði í heimi – staði þar sem húðin í andlitinu getur frosið á augabragði. Í slíku umhverfi – þar sem lífið sjálft er í húfi – er loðfeldur ekki bara valmöguleiki, hann er eini valmöguleikinn. Við notum ekki gervifeld, því hann veitir einfaldlega ekki sömu vernd og ekta loðfeldur gerir. Gervifeldur er ekki annað en tískuyfirlýsing. Hann hefur ekki sama notagildi og ekta loðfeldur, að vernda húðina gegn kali. Loðfeldur á hettu hefur þann tilgang að hefta loftflæði og mynda hlýtt loft, sem verndar andlitið fyrir kali. Við styðjum heilshugar siðferðilega, ábyrga og sjálfbæra notkun á loðfeldi. Við kaupum aðeins af loðdýraveiðimönnum með öll tilskilin leyfi, sem búa nálægt sínum veiðilendum og viðhalda hefðum sem hafa verið við lýði kynslóð fram af kynslóð. Þeir bera djúpa virðingu fyrir náttúrunni og við erum stolt af því að styðja við bakið á þeim.


Við höfum valið að nota ekta sléttuúlfafeld þar sem nóg er af þeirri tegund. Raunar eru sléttuúlfar álitnir skaðvaldar á mörgum svæðum Norður-Ameríku, þar sem þeir ráðast á búfénað, veiðidýr í útrýmingarhættu, gæludýr og stundum á fólk. Við vitum að það er persónulegt val, að klæðast eða klæðast ekki feldi, og við virðum það. Á móti vonum við að aðrir virði okkar siðferðilegu og ábyrgu notkun á loðfeldi.


Canada Goose er afar umhugað um umhverfisvernd og mannúðlega meðferð dýra. Við verslum aldrei við loðdýrabú, notum aldrei feld dýra í útrýmingarhættu og kaupum aðeins af loðdýraveiðimönnum með öll tilskilin leyfi.