Canada Goose Dúnn

Hvers vegna veljum við dún?


Við veljum dún vegna þess að hann veitir bestu einangrun sem völ er á. Dúnninn veitir margfalt betri einangrun en gerviefni, sem skilar sér í hlýrri og léttari vöru. Í um það bil 30 grömmum af dúni eru um tvær milljónir af lungamjúkum og hárfínum þráðum sem vefja sig saman og mynda einangrandi loftrými, sem heldur á þér hlýju. Ef vel er um hana hugsað getur hágæða dúnfyllt yfirhöfn enst kynslóð fram af kynslóð.


Canada Goose er afar umhugað um umhverfisvernd og mannúðlega meðferð dýra. Við notum aldrei dún af fuglum sem hafa verið reyttir lifandi eða þvingaðir til fóðrunar og við kaupum einungis dún sem fellur til sem hliðarafurð í alifuglarækt. Allur dúnninn sem Canada Goose notar er kanadískur en af alþjóðlegum uppruna. Við kaupum allan okkar dún af hinu kanadíska fyrirtæki Feather Industries Canada Ltd. Allar þær fjaðrir og dúnn sem Feather Industries aflar eru keyptar af vottuðum birgjum sem eru fullkomlega meðvitaðir um stefnu okkar og deila með okkur heimspekilegri og siðferðislegri afstöðu.


Canada Goose var á meðal stofnenda Kanadísku dúnsamtakanna (Down Association of Canada) og hefur verið virkur meðlimur samtakanna í þau þrjátíu ár sem liðin eru síðan. Til að nálgast frekari upplýsingar um dún og kosti hans má skoða vefsíðu samstarfsfélaga okkar á slóðinni www.downmark.ca.